Hefja meirihlutaviðræður í Norðurþingi

B- og D-listi ræða nú meirihlutasamstarf í Norðurþingi.
B- og D-listi ræða nú meirihlutasamstarf í Norðurþingi. mbl.is

Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks og félagshyggju og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa ákveðið að taka upp viðræður um myndun meirihluta í Norðurþingi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var um ellefuleytið í kvöld á fjölmiðla. 

B-listinn fékk 31,6% og þrjá menn kjörna og D-listinn 23,9% og tvo menn kjörna og eru flokkarnir tveir því með fimm af níu fulltrúum sem sitja í sveitarstjórn Norðurþings.

Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti B-lista og Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti D-lista leiða viðræðurnar.

mbl.is