„Fyrsti góði dagurinn“ í Nauthólsvík

Íslendingar eru ekki lengi að skella sér í Nauthólsvík þegar …
Íslendingar eru ekki lengi að skella sér í Nauthólsvík þegar verðið er gott. Photo/Arnþór Birkisson

Margir hafa lagt leið sína á ylströndina í Nauthólsvík í dag og er vaktmaður ylstrandarinnar ekki frá því að í dag sé fyrsti góði sumardagurinn þar. 

„Það er nóg af fólki en nóg pláss,“ sagði hann. Eflaust sé of snemmt að segja til nú um fjölda gesta og má búast við því að fleiri leggi leið sína þangað í dag.

Heiðskírt er í veðri og yfir tíu gráður sem telst betra en verið hefur að undanförnu en þá er spáð allt að 16 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag. Útlit er fyrir svipað veður á morgun.

Sumaropnun hefur tekið gildi í Nauthólsvík og verður opið frá klukkan tíu á morgnanna til sjö á kvöldin alla daga. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is