Bensínið fer senn í 350 krónur á lítrann

Þórður Gunnarsson.
Þórður Gunnarsson. mbl.is/Ágúst Óliver

Bensínverð mun sennilega fara í 350 kr. á lítrann fyrr en varir og frekari verðhækkanir á fjölmargri hrávöru á heimsmarkaði munu leita út í verðlag á Íslandi með beinum hætti eða óbeinum á næstunni.

Þetta er mat Þórðar Gunnarssonar hagfræðings, sem m.a. hefur sérhæft sig í greiningu á olíumarkaði. Þórður var jafnframt frambjóðandi á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er gestur í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum, en þar er m.a. fjallað um borgarmál, efnahagsástand hér og á alþjóðavísu.

Þórður segir augljóst að bensínverð muni hækka mikið áfram, olíuverð á heimsmarkaði hafi hækkað ört og meiri verðhækkana er að vænta í ljósi áforma Vesturlanda um að hætta öllum olíukaupum frá Rússlandi. Hann bætir við að dísill hækki mun meira en bensín, sem geri vöruflutninga dýrari og muni leiða til verðhækkana á flestri neysluvöru.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag, en horfa má á þáttinn með því að smella hér

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »