Flutningur sé til samræmingar

Öllum hjúkrunarfræðingum var sagt upp á Læknavaktinni.
Öllum hjúkrunarfræðingum var sagt upp á Læknavaktinni. mbl.is/Óttar

„Það er ofboðslega mikilvægt að upplýsingar til fólks um heilbrigðisþjónustu séu ábyggilegar og öruggar og að fólk fari á réttan stað. Þetta er mjög mikilvægur punktur í kerfinu, að fólk sé ekki að fara á rangan stað og valda þannig aukakostnaði fyrir það sjálft sem og fyrir samfélagið. Þess vegna er lagt töluvert upp úr svona upplýsingum og það er það sem við erum að reyna að gera og höfum að stefnu hjá okkur,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Morgunblaðið um flutning símaráðgjafar hjá Læknavaktinni til Heilsugæslunnar.

Hann segir að með þessum ummælum sé hann ekki að segja að starfsemi Læknavaktarinnar hafi ekki verið í lagi heldur sé um að ræða þróunarmál. Flutningur starfseminnar sé til samræmingar og einföldunar fyrir landann og að hugmyndin með þessum flutningum sé betri þjónusta.

Nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert