Getur skapað ógn við öryggi sjúklinga

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Fagráð Landspítala lýsir í ályktun yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala. Kemur fram að starfsfólk vanti í nær öllum fagstéttum á Landspítala. Fagráðið segir að það hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks.

Kallað hefur verið eftir bættum starfskjörum fyrir starfsfólk spítalans í kjölfar mikilla uppsagna, m.a. í röðum hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði fyrr í mánuðinum að víða um landið væri mönnunin í verkfalli betri en nú er raunin.

Skora á stjórnvöld

„Fagráðið skorar á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt sé að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga,“ segir jafnframt í ályktun fagráðs

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra sagði við mbl.is, fyrr í dag, að síðar í dag myndi hann tilkynna um nýj­an viðbragðshóp til að bregðast við neyðarástand­inu á bráðamót­töku Land­spít­al­ans og víðar í heil­brigðis­kerf­inu.

mbl.is