Skjálfti af stærð 3,5 í Bárðarbungu

Jarðskjálfti mældist í Bárðarbungu í morgun.
Jarðskjálfti mældist í Bárðarbungu í morgun. mbl.is/Rax

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist í Bárðarbungu klukkan 8.16 í morgun.

Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að þetta sé alls ekki óalgengt.

„Við fáum annað slagið skjálfta yfir þremur á stærð í Bárðarbungu. Síðast fyrir örfáum dögum,“ segir Bryndís.

Bryndís segir þetta ekkert frekar vera merki um gosóróa.

„Við höfum verið að fá skjálfta þarna yfir þremur og fjórum annað slagið þarna frá því að skjálftavirkni byrjaði þarna og svo kom gos. Það er bara misjafnt hvað líður langt á milli í raun.“

mbl.is