Ummæli Helga til skoðunar hjá ríkissaksóknara

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Ljósmynd/Aðsend

Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara er til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is þess efnis. Hún segist ekki geta rætt málið nánar að svo stöddu.

Málið er sprottið upp frá Facebook-færslu Helga þar sem hann sagði hinsegin hælisleitendur „auðvitað ljúga“, en í færslu sinni vísaði hann til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem dómurinn dæmdi að Útlend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hefðu rang­lega ekki tekið kyn­hneigð manns trú­an­lega, en stefn­andi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 sök­um kyn­hneigðar.

Í færslu sinni spurði Helgi einnig að því hvort einhver skortur sé á samkynhneigðum karlmönnum hér á landi.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina