Sögulegur fjöldi á Stúdentagarða

512 leigueiningum hefur verið úthlutað til 550 stúdenta.
512 leigueiningum hefur verið úthlutað til 550 stúdenta. Ljósmynd/Styrmir Kári

Sögulegur fjöldi stúdenta flytur á stúdentagarða þetta skólaárið og var úthlutun Stúdentagarða sú stærsta til þessa, að því er Félagsstofnun stúdenta greinir frá í færslu á Facebook.

Alls var 512 leigueiningum úthlutað til rúmlega 550 stúdenta. „Það er verulega ánægjulegt að geta boðið svona marga nýja leigutaka og stúdenta velkomna á Stúdentagarða,“ segir í færslunni.

Margt er á döfinni hjá Félagsstofnun stúdenta, þar á meðal nýjar íbúðir, samkomusalur og útisvæði á Lindargötu, íbúðir í Skerjafirði og deiliskipulagsbreytingar á háskólasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert