„Það hefur enginn verið svakalega óþekkur“

Margir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum.
Margir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. mbl.is/Ari Páll

Heilt yfir hefur gengið vel að stýra umferð fólks um gosstöðvarnar í Meradölum í dag.

„Það hefur gengið furðulega vel. Það hefur enginn verið svakalega óþekkur,“ seg­ir Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hann segir að í dag hafi nokkrir komið heldur léttklæddir að gosstöðvunum en björgunarsveitin hefur biðlað til fólks að koma vel búið þar sem gangan geti tekið allt að sex klukkustundir.

„Það er alltaf einn og einn inn á milli sem er léttklæddur,“ segir Bogi.

Þá er enn ekki talið æskilegt að taka börn með að gosstöðvunum vegna gasmengunar.

Að sögn Boga voru ekki mörg börn á svæðinu í dag en segir hann það helst vera erlenda ferðamenn sem taka börnin sín með sér.

mbl.is