Horfðu til Alþingis og lögreglu

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, hefur staðfest að mennirnir, sem handteknir voru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk hér landi, hafi beint sjónum sínum að Alþingi og lögreglu.

Þetta gerði Karl Steinar í viðtali í Kastljósi ríkisútvarpsins rétt í þessu.

Fyrr í dag sagði hann aðspurður að ætla mætti að Alþingi og lögregla hefðu verið skotmörk mannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert