Lögregla krafðist lengra varðhalds

Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, og Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn …
Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, og Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, á blaðamannafundi mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla fór fram á að báðir þeir sem nú sæta varðhaldi vegna rannsóknar á skipulagningu hryðjuverkaárásar yrðu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Héraðsdómur féllst ekki á þá beiðni í tilfelli annars þeirra sem mun að óbreyttu losna í næstu viku. 

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framlengingu þess varðhalds sem varir skemur.

Styttra varðhald kallar á skjót vinnubrögð

Karl segist ekki geta tjáð efnislega sig um framgang rannsóknarinnar:

„Ég get bara staðfest að vinnan er á fullu, en okkur varð úthlutaður knappur tími í þessum fyrstu skrefum“. 

Tjáir sig ekki um nöfn sem hafa verið birt

Í gær birtu tilteknir fjölmiðlar nöfn karlmanna sem eru taldir eru tengjast málinu. Karl segist ekki geta tjáð sig um nöfnin sem þar hafi komið fram þar sem lögregla nafngreini engan fyrr en ákærur séu gefnar út.

Hann segir málið vera á algjöru frumstigi og því geti lögregla ekki gefið neinar frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina