Upptaka: Upplýsingafundur vegna hryðjuverkamáls

Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan boðar til upplýsingafundar í dag klukkan 15.03. Fjallað verður um rannsókn lögreglu á ætluðum undirbúningi að hryðjuverkum.

Fundurinn fer fram á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Eins og fram hefur komið eru tveir menn í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar. Gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra rennur út í dag og verður krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum. Gæsluvarðhald yfir hinum rennur út í næstu viku.

Hér fyrir neðan má horfa á upptöku frá frá fundinum:

 

mbl.is