Neyðast til að opna fjöldahjálparstöð

Gylfi Þór Þorsteinsson.
Gylfi Þór Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Teymi félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur ekki undan móttöku flóttafólks og hefur því neyðst til þess að leita til Rauða krossins og opna fjöldahjálparstöð.

Um er að ræða gistiaðstöðu sem staðsett er í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni og rúmar um 100 manns.

Reyna að leysa vandann

„Við neyðumst til þess að opna þessa fjöldahjálparstöð. Hugmyndin er að fólk verði þar í skamman tíma á meðan við reynum að leysa þennan vanda sem uppi er,“ segir Gylfi. 

Vinnumarkaðs- og félagsmálaráðherra endurskoðar nú samninga um móttöku flóttafólks við sveitarfélög, en nokkur þeirra segja innviði sína ekki ráða við fjöldann. Gylfi segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort vandinn sé vegna erfiðra samningaviðræðna.

Vantar húsnæði fyrir sífellt fleiri hælisleitendur

„Það sem er að gerast er að þeim sem koma hingað til lands og sækja um alþjóðlega vernd hefur stórfjölgað þetta ár og á undanförnum vikum,“ segir Gylfi. 400 manns sóttu um hæli á Íslandi í september.

„Og fjöldinn er kominn í 3.000 manns það sem af er ári. Við bjuggumst við því að sjá þá tölu í lok árs,“ segir Gylfi. Búast megi við því að 4 til 5 þúsund flóttamenn muni hafa komið til landsins í lok ársins. Þá spili húsnæðisvandinn inn í, þar sem erfitt sé að finna fólkinu húsnæði þegar skammtímadvölin er á enda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert