Óljóst með varðhald í hryðjuverkamáli

Ekki er víst hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir …
Ekki er víst hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka og brot á vopnalögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun verður ákveðið hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir tveimur mönnum sem nú eru í einangrun vegna ætlaðs undirbúnings hryðjuverka og vopnalagabrota. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.

Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á fimmtudaginn og er rannsókn þess enn í fullum gangi. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort óskað verði eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Mikilvægt að málið sé rannsakað til hlítar

Ólafur segir mikilvægt að ákæruvaldið rannsaki málið nægilega vel áður en óskað verður eftir áframhaldandi varðhaldi. „Það er rannsókn í gangi,“ segir Ólafur.

Ríkislögreglustjóri boðaði til blaðamannafundar í kjölfar þess að fjórir menn voru handteknir í Holtasmára í Kópavogi og á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ, grunaðir um undirbúning hryðjuverka, þann 23. september.

Tveir þeirra eru enn í gæsluvarðhaldi sem rennur út á fimmtudaginn líkt og fyrr segir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert