Hætta á að valdinu verði misbeitt

Daníerl Njarðarson, ritstjóri Úlfljóts, ásamt Sigurði Hilmarssyni sem ræddi álitaefni …
Daníerl Njarðarson, ritstjóri Úlfljóts, ásamt Sigurði Hilmarssyni sem ræddi álitaefni tengd frv. um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftirliti með þeim þvingunaraðgerðum sem lögreglan hefur heimild til að beita í dag, þá sérstaklega símhlustun, er stórlega ábótavant að mati Sigurðar Arnar Hilmarssonar, formanns Lögmannafélags Íslands. Telur hann brýnt að efla eftirlit með lögreglu áður en frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir verði lögfest.

„Hér þarf að fara gætilega. Við viljum ekki gefa afslátt af reglum um réttláta málsmeðferð og friðhelgi einkalífsins. Þá er einna mest hætta á því að menn misbeiti valdi sínu,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Nefnd um eftirlit með lögreglu er falið eftirlit með aðgerðum á grundvelli laganna en ekki er gert ráð fyrir auknum fjármunum til nefndarinnar samhliða því.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert