Kostar um milljón á mann

Ætla má að kostnaðurinn við þátttöku Íslendinga á ráðstefnunni geti …
Ætla má að kostnaðurinn við þátttöku Íslendinga á ráðstefnunni geti numið um 50 milljónum. AFP/Abed Mohammed

Fjörutíu og fjórir Íslendingar sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem hófst í Egyptalandi síðastliðinn sunnudag og stendur til föstudagsins 18. nóvember.

Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins, sem byggjast á tölum sem eiga við fulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, má ætla að kostnaðurinn við þátttöku Íslendinga á ráðstefnunni geti numið um 50 milljónum.

Í skriflegu svari frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu kemur fram að áætlaður kostnaður á hvern þátttakanda frá ráðuneytinu í sendinefndinni sé á bilinu 700 þúsund til 1,6 milljónir króna. Fulltrúar ráðuneytisins eru sex en þátttaka þeirra krefst mislangrar veru í Egyptalandi og því kostnaðurinn misjafn.

Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað annarra fulltrúa í sendinefndinni eða annarra Íslendinga á ráðstefnunni. En ef miðað er við að kostnaðurinn sé svipaður fyrir hina þátttakendurna 38, og gert ráð fyrir meðalkostnaði upp á 1,15 milljónir krónur á hvern þeirra, þá gæti heildarkostnaðurinn við þátttöku Íslendinga á ráðstefnunni numið um 50 milljónum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert