Dreymir um að sinna dýraathvarfinu allt árið

Rebecca brennur fyrir að aðstoða dýr og hefur Dýragarðurinn á …
Rebecca brennur fyrir að aðstoða dýr og hefur Dýragarðurinn á Hólum átt hug hennar allan. Ljósmynd/Aðsend

Re­becca Cat­hrine Kaad Osten­feld rek­ur dýrag­arð sem er eins kon­ar dýra­at­hvarf, ásamt fjöl­skyldu sinni í Hól­um ná­lægt Búðar­dal. Hún hefur haft dýraathvarfið opið yfir sumartímann og þá nýtt sér sumarleyfi og tekið launalaust leyfi frá vinnu sinni.

En eftir að henni var sagt upp fyrr í mánuðinum hefur athvarfið átt hug hennar allan. Nú dreymir hana um að geta unnið í dýraathvarfinu allan ársins hring.

Dýraathvarfið er venjulega lokað yfir vetrartímann þar sem hún hefur ekki getað tekið á móti fólki vegna vinnu, auk þess sem húsnæðið er ekki nægilega stórt. Hún segir draum sinn vera þann að geta verið með opið hluta úr viku yfir vetrartímann.

Rebeccu langar til þess að vera með nægilegt svæði til …
Rebeccu langar til þess að vera með nægilegt svæði til þess að taka á móti fólki, til dæmis fólki með sérþarfir. Ljósmynd/Aðsend

„Dýraathvarfið er venjulega lokað á veturna þar sem ég hef venjulega verið með vinnu í Samkaupum. Við erum með dýrin hjá okkur á veturna og húsnæðið er svo lítið að við getum ekki tekið á móti fólki,“ segir Rebecca.

„Það væri geggjað að geta verið með opið til dæmis tvo daga í viku, um helgar, jólin og páskana. Þá þyrfti ég miklu stærra hús til þess að vera með aðstöðu til þess að vera með öll dýrin mín inni. Mig langar líka að vera með svæði til þess að taka á móti fólki, til dæmis fólki með sérþarfir. Þetta er draumur hjá mér.“

Börnin eru dugleg að aðstoða foreldra sína og hjálpa til …
Börnin eru dugleg að aðstoða foreldra sína og hjálpa til við mokstur, gefa dýrunum að borða og leiðsögn á sumrin. Ljósmynd/Aðsend

Sinna athvarfinu allan ársins hring í sjálfboðavinnu

Fjölskyldan vinnur allt er tengist athvarfinu í sjálfboðavinnu og tekur fjölskyldan öll þátt. Rebecca og eiginmaður hennar sinna athvarfinu allan ársins hring og eru börnin þeirra þrjú dugleg að aðstoða foreldra sína.

„Við vinnum þetta öll í sjálfboðavinnu en maðurinn minn gerir allt sem þarf að gera fyrir dýrin, hann býr til girðingar, gefur þeim, sér um heyskap og allt sem tengist því en allt saman með fullri vinnu.

Börnin okkar eru einstaklega dugleg að hjálpa okkur og gefa dýrunum, moka og sjá um leiðsögn á þremur tungumálum á sumrin. Ég sé síðan meðal annars um að klippa klær, ull, fylgjast með líðan dýranna og versla fóður,” segir Rebecca.

Fjölskyldan á bak við Dýragarðinn á Hólum en öll vinna …
Fjölskyldan á bak við Dýragarðinn á Hólum en öll vinna er tengist athvarfinu er sjálfboðavinna. Ljósmynd/Aðsend

Fékk milljón króna styrk

Rebeccu langar til þess að byggja stærra húsnæði til þess að geta tekið á móti fleiri dýrum og gert dýraathvarfið að heilsársverkefni. Þau hafa síðastliðin fimm ár tekið á móti fólki yfir sumartímann gegn vægu gjaldi.

Dýragarðurinn Hólum fékk styrk úr frumkvæðissjóði Dalaauðs að upphæð 1 milljón króna, sem verður meðal annars nýttur í að fá arkitekt til að búa til teikningar af húsnæði fyrir dýrin.

„Nú ætla ég að reyna að byggja eitthvað stórt húsnæði og þannig vonandi tekið á móti fleiri dýrum og fólki allt árið. Seinustu fimm ár höfum við tekið á móti fólki yfir sumartímann þar sem fólk borgar vægt gjald.

Dýragarðurinn Hólum fékk styrk til þess að finna einhvern til þess að hefja einhverjar framkvæmdir. Þetta mun kosta 30-40 milljónir en nú er þetta einni milljón minna,” segir Rebecca.

Hún kveðst verða afar þakklát fólki ef það gæti hjálpað henni að láta drauminn rætast. Hún væri fólki þakklát fyrir allt, hvort sem það væri peningur, fóður eða ferskt grænmeti fyrir dýrin.

Þeir sem vilja styrkja Dýragarðinn á Hólum er bent á:

Rn: 0312-26-001032

Kt: 070979-2179

Húsnæðið er of lítið og þurfa þau fjármagn til þess …
Húsnæðið er of lítið og þurfa þau fjármagn til þess að geta byggt húsnæði sem getur tekið við gestum allan ársins hring. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert