Óljós afstaða til hlutafjáraukningar

Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson.
Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Óttar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar því ekki hvort hann sé hlynntur hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. „Mér finnst eðlilegt að rýnihópurinn ljúki störfum sínum áður en ég eða aðrir tjáum okkur um erindi Ljósleiðarans,“ segir hann í svari til ViðskiptaMoggans og vísar þar til rýnihóps sem var skipaður til að meta hvort sú tillaga Ljósleiðarans að ráðast í hlutafjáraukningu verði samþykkt.

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hann telji að vinna þurfi málið í pólitískri sátt og öll gögn þurfi að liggja fyrir áður en tekin sé ákvörðun um hlutafjáraukningu.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »