Þetta gúgluðu Íslendingar á árinu

Áberandi voru nokkur stökk í leitarniðurstöðum nokkrum sinnum á árinu, …
Áberandi voru nokkur stökk í leitarniðurstöðum nokkrum sinnum á árinu, svo sem sérstakir viðburðir, fréttir eða vinsælar vörur eða þáttaraðir. AFP

Árið 2022 var áhugavert að mörgu leyti og nú þegar það er að líða undir lok eru eflaust margir sem líta til baka og horfa um farinn veg.

En hverju leituðu Íslendingar að á netinu? Áberandi voru nokkur stökk í leitarniðurstöðum nokkrum sinnum á árinu, svo sem sérstakir viðburðir, fréttir eða vinsælar vörur eða þáttaraðir.

Verbúðin og orðaleikurinn Wordle byrjuðu til að mynda árið með trompi, eldgos hófst í Meradölum í ágúst og vinsælar vörur á borð við dularfulla drykkinn Prime brugðu fyrir í stutta stund.

Verbúðin var áberandi í upphafi árs.
Verbúðin var áberandi í upphafi árs. Ljósmynd/Aðsend

Auglýsingastofan Sahara tók saman nokkur leitarorð sem voru vinsæl meðal Íslendinga á Google-leitarvélinni, sem athyglisvert er að bera saman og skoða nú þegar áramótin nálgast.

Fasteignir vinsælli en lán fyrir þeim

Veðrið virtist, sem áður, íslendingum ofarlega í huga og var gúglað um það bil 110 þúsund sinnum í mánuði. Mest var veðrið gúglað í febrúar, þegar snjóstormur geisaði hér á landi, og í júlí þegar landsmenn fara í sumarfrí alla jafnan.

Veðrið lék okkur Íslendinga grátt í ár líkt og svo …
Veðrið lék okkur Íslendinga grátt í ár líkt og svo mörg ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fasteignamarkaðurinn var einnig áberandi á árinu, ekki síst fasteignaverð og framboð á húsnæði. Að jafnaði var leitarorðið „fasteignir“ notað rúmlega 18 þúsund sinnum á mánuði. Aftur á móti mældist leitarorðið „fasteignalán“ þó töluvert minna, ekki nema um 140 sinnum í mánuði.

Eldgosið þrisvar sinnum vinsælla í fyrra

Athyglisvert er að sjá að orðið „eldgos“ var um það bil 56 prósent minna gúglað í ár en í fyrra þrátt fyrir að gosið hafi á Reykjanesskaga bæði árin. Gosið í Meradölum í ár var þó töluvert styttra í ár og stóð aðeins yfir í ágústmánuði, samanborið við slétta sex mánuði í fyrra.

Gosið í ár var ekki eins vinsælt og gosið í …
Gosið í ár var ekki eins vinsælt og gosið í fyrra. mbl.is/Hákon

Áhugi Íslendinga fyrir eldgosi var þó töluvert meiri í fyrra, þar sem leitir hækkuðu og dvínuðu nokkuð jafnt og þétt milli febrúar og október, með 14.800 leita toppi í mars.

Í ár var eldgosaáhuginn þegar mest lét aðeins brot af því með um það bil 5.400 leitum í ágúst. Eldgosið hófst þann 3. ágúst og var meira og minna lokið rúmum tveimur vikum síðar.

Orðaleikur, verbúð og drekar

Allt ætlaði um koll að keyra vegna orðaleiksins Wordle í upphafi árs, en æðið náði hámarki í febrúar og mars þegar leitað var að honum um 110 þúsund sinnum sitt hvorn mánuðinn. Það æði dvínaði aftur á móti þegar leið á árið og meðaltalið endaði í 22 þúsund.

Sjónvarpsþátturinn Verbúðin var einnig áberandi í byrjun árs en þátturinn hóf göngu síðan um jólin í fyrra og var sýndur fram í febrúar. Tæplega 10 þúsund gúgluðu þáttinn í janúar og rúmlega átta þúsund í febrúar.

Árið hófst á Wordle-æði.
Árið hófst á Wordle-æði. AFP

Aðrir þættir á árinu sem vöktu upp áhuga landsmanna voru síðan til að mynda hinn nýi House of the Dragon, úr heimi Game of Thrones, sem landsmenn leituðu að á þrátt fyrir að vera hvergi sýndur eða á streymisveitu sem fáanleg er hér á landi. Svo virðist sem það muni þó breytast á næstu mánuðum.

Aðrir þættir sem vöktu athygli voru meðal annars fjórða sería hinna vinsælu Stranger Things, sem og önnur sería af þáttaröðinni Euphoria.

„HM“ ekki það sama og „World Cup“

Þá vakti HM í fótbolta mikla athygli en leitarorðið World Cup var gúglað 60.500 sinnum í nóvember. Leitarorðið „HM“ var aftur á móti stöðugt með um það bil 5.400 leitir í mánuði en tók stökk í september, október og var komið í 8.100 í nóvember. Þar er þó líklegt að leit að fataversluninni frægu með svipað nafn spili inn.

Mótið vakti mikla athygli, ekki síst neikvæða, en lauk með einum ástsælasta fótboltamanni sögunnar Lionel Messi að lyfta bikarnum fræga.

Heimsmeistaramótið í fótbolta var gúglað um það bil 60.500 sinnum …
Heimsmeistaramótið í fótbolta var gúglað um það bil 60.500 sinnum í nóvember hér á landi. AFP/Franck Fife

Þá byggðist eftirvænting eftir nýjasta snjallsíma Apple: iPhone 14, upp yfir sumarið, þar sem íslendingar tóku stökk í leit í júlí og ágúst, en tæknirisinn kynnir vanalega símann í september, en leitarorðið iPhone 14 náði hámarki í þeim mánuði með 12.100 leitum.

Efling vinsælli en kosningar og hnífsárás

Svo virðist sem þó nokkur stökk í ákveðnum leitum séu lituð af fréttum ársins sem er að líða.

Sveitastjórnarkosningar fóru fram í maí og tók því orðið stökk, og var gúglað 16 sinnum meira en árið þar áður. Orðið myndi þó seint teljast ofarlega á lista en það náði hámarki með um 1.000 flettingum í kringum kosningarnar í maí.

Málefni stéttarfélagsins Eflingar virðast hafa kveikt töluvert meiri áhuga en kosningarnar, en að jafnaði var leitað að Eflingu 5.400 sinnum í mánuði hverjum, svipað og á síðasta ári. Mest var leitað að Eflingu í febrúar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður á nýjan leik eftir að hafa sagt af sér seint á síðasta ári.

Efling var gúgluð um það bil 8.100 sinnum í þeim …
Efling var gúgluð um það bil 8.100 sinnum í þeim mánuði sem Sólveig Anna hlaut endurkjör. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmtistaðurinn Bankastræti Club komst óvænt í fréttir í nóvember þegar hnífsárás átti sér stað inni á staðnum. Leitað hafði verið að staðnum á bilinu fimm til níu hundruð sinnum á mánuði að jafnaði en í nóvember gúgluðu um 3.600 staðinn. Þegar mest lét sátu 27 í gæsluvarðhaldi vegna málsins, sem vakti mikla athygli.

Um tíma gengu flökkusögur manna á milli um að hefna ætti fyrir árásina og hið íslenska skemmtanalíf væri ekki óhætt. Bæði breska sendiráðið og hið bandaríska vöruðu við skemmtanalífinu.

Bankastræti Club var gúglaður um það bil 3.600 sinnum í …
Bankastræti Club var gúglaður um það bil 3.600 sinnum í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert