Fimm ákærðir vegna hoppukastalaslyssins á Akureyri

Hópslys varð á Akureyri síðasta sumar þegar hoppukastalinn, Skrímslið, tók …
Hópslys varð á Akureyri síðasta sumar þegar hoppukastalinn, Skrímslið, tók á loft.

Fimm hafa nú verið ákærðir vegna hóp­slyss­ins sem varð af því að hoppu­kastali tók á loft á Ak­ur­eyri sumarið 2021. Eru einstaklingarnir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Forseti bæjarstjórnar á Akureyri er meðal sakborninga. Ríkisútvarpið greinir frá.

Slysið sem um ræðir átti sér stað 1. júlí árið 2021. Tíu börn slösuðust, þar á meðal sex ára stelpa sem hlaut alvarlega áverka.

Saksóknari höfðar málið þó vegna meiðsla fjögurra barna. Tveggja sem handleggsbrotnuðu, eins sem braut herðablað og eins sem hlaut alvarlega áverka.

Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að hoppukastalinn hafi ekki verið nógu vel festur við jörðu. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins báru ákærðu með einum eða öðrum hætti ábyrgð á öryggi barnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert