Veðrið stríddi norska flughernum á Íslandi

Flugsveitir norska flughersins sinna sem stendur loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. 

Er þetta í sjöunda sinn sem að Norðmenn leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi en norski flugherinn var hér síðast á landi árið 2021. 

Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Norska flugsveitin mætti til landsins á mánudaginn í síðustu viku og ráðgert er að loftrýmisgæslan standi fram í miðjan febrúar. 

Þungvopnaðir liðsmenn gættu F-35 vélarinnar.
Þungvopnaðir liðsmenn gættu F-35 vélarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Loftrýmisgæslunni er sinnt með fjórum F-35 orrustuvélþotum og af áttatíu liðsmönnum. Þá eru tvær þeirra búnar undir hnökralaust viðbragð, skyldi koma til þess. 

Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins við kafbátaeftirlit.

Trond Haugen, yfirmaður norsku flugsveitarinnar, segir í samtali við mbl.is að þetta sé í þriðja skipti sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslunni með F-35 vélum sem eru með þeim öflugustu í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert