Ráðgátan felst í farminum

Iain stillti sér upp á mynd með leikstjóra Napóleonsskjalanna, Óskari …
Iain stillti sér upp á mynd með leikstjóra Napóleonsskjalanna, Óskari Þór Axelssyni, sem sést fyrir miðju, og aðalleikurum myndarinnar, þeim Atla Óskari Fjalarssyni, Vivian Ólafsdóttur,  Adesuwa Oni og Jack Fox. Ljósmynd/Juliette Rowland

Við ræðum nýju íslensku kvikmyndina Napóleonsskjölin, byggða á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en á ensku heitir myndin Operation Napoleon. 

Flugvél hverfur og finnst löngu síðar

Hvernig vildi það til að þú varst fenginn í hlutverk í myndinni?

„Ég er í tengslum við nokkra sem koma að myndinni. Marteinn Þórisson, handritshöfundurinn, skrifaði einnig einkaspæjaraþættina Jack Taylor, um írskan spæjara sem ég lék lengi vel og hafði gaman af,“ segir hann og segist einnig hafa þekkt framleiðandann Ralph Christians sem hann segir hafa ráðið sig í ýmis verkefni í gegnum árin. 

Iain Glen leikur í íslensku kvikmyndinni Napóleonsskjölunum og sést hér …
Iain Glen leikur í íslensku kvikmyndinni Napóleonsskjölunum og sést hér með aðalleikonunni, Vivian Ólafsdóttur. Ljósmynd/Juliette Rowland

„Ralph sendi mér handritið og bað mig um að íhuga hvort ég vildi hlutverkið. Mér leist vel á þetta og kynnti mér leikstjórann og fannst hann mjög góður,“ segir hann, en þess má geta að Óskar Þór Axelsson leikstýrir. 

„Mér líkaði vel „bragðið“ af þessu. Þetta er svolítið hefðbundið plott, eins og plottin voru í gamla daga, og það er farið með okkur á staði sem maður býst ekki við. Í myndinni eru Ameríkanarnir vondu kallarnir og ég leik þar einn slíkan, en ég hef einmitt leikið mikið Ameríkana síðustu árin,“ segir hann. 

„Ég las líka bókina og finnst handritið vel unnið upp úr henni. Flugvél hverfur og finnst löngu síðar, en um borð er mjög dýrmætur farmur, í því liggur ráðgátan,“ segir hann og segir barist um að koma farminum úr landi. 

Íslenska teymið frábært

„Við vorum í tökum uppi á jökli, en íslenska teymið var frábært og gaman að fá tækifæri til að koma á staði sem maður hefði annars ekki komið á,“ segir hann og segir reynsluna hafa verið frábæra. 

Vel fór á með Ólafi Darra og Iain Glen í …
Vel fór á með Ólafi Darra og Iain Glen í tökunum á Napóleonsskjölunum. Ljósmynd/Juliette Rowland

„Vivian (Ólafsdóttir) leikur frábærlega í myndinni og hún er dásamleg leikkona og mun hljóta lof fyrir. Ólafur Darri er skemmtilegur og mjög sérstakur, en þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn með honum. Sagan er góð og allir leikarar voru góðir og mér fannst allt gert rétt og ekki reynt að gera myndina of alþjóðlega,“ segir hann og segist því miður ekki geta komið á íslensku frumsýninguna því hann er sem fyrr segir í Suður-Afríku. 

Glen leikur Bandaríkjamann í kvikmyndinni Napóleonsskjölunum sem verður frumsýnd á …
Glen leikur Bandaríkjamann í kvikmyndinni Napóleonsskjölunum sem verður frumsýnd á föstudaginn.

Heldurðu að þú munir leika í fleiri íslenskum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum?

„Ef ég fæ tilboð myndi ég gjarnan vilja það.“ 

Ítarlegt viðtal er við Iain Glen í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert