Nokkrir á sjúkrahús eftir veltuna

25 farþegar voru í rútunni þegar hún valt, auk ökumanns.
25 farþegar voru í rútunni þegar hún valt, auk ökumanns. Ljósmynd/Lögreglan

Nokkrir voru sendir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að rúta með 25 farþega innanborðs valt skammt frá Ólafsfirði í dag. Rútan fór út af og valt á hliðina á Ólafs­fjarðar­vegi nærri Múlagöngum, Ólafs­fjarðar meg­in. Þetta staðfestir lögreglan í Fjallabyggð. 

Lögreglan naut aðstoðar lögreglunnar á Akureyri, slökkviliðs og sjúkraflutningaliðs. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga og voru farþegar fluttir þangað en starfsfólk Rauða krossins var þar þeim til halds og trausts.

Tildrög slyssins eru ekki ljós enn þá en lögreglan vinnur að rannsókn þess efnis, að því er fram kom í tilkynningu sem send var út fyrr í dag.

mbl.is