Ný stjórn Landsnets kjörin

Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets. Ljósmynd/Landsnet

Ný stjórn Landsnets var kjörin á vorfundi fyrirtækisins í morgun. Í nýrri stjórn sitja Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Birkir Jón Jónsson, Elín Björk Jónasdóttir, Friðrik Sigurðsson og Álfheiður Eymarsdóttir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Haft er eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur þar sem hún segir spennandi tíma fram undan í orkumálum enda orkuskiptin á fleygiferð.

,,Við erum að hefja okkar fyrsta starfsár með nýjum eigendum en nú er Landsnet komið að lang mestum hluta í eigu íslensku þjóðarinnar. Fram undan er spennandi tími í orkumálum þar sem orkuskiptin eru á fleygiferð og viðskiptaumhverfið í mikilli þróun. Þannig er Landsnet með gríðarlega mikilvægt hlutverk í orkuskiptunum því að öruggur flutningur raforku er grunnforsenda þeirra. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að koma því á rétta staði. Ég hlakka til að fara í þessa vegferð með Landsneti, nýrri stjórn og samhentu starfsfólki Landsnets,“ segir Sigrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert