Gaskútarnir líklega rofnað

Annar gaskútanna hafnaði á bíl.
Annar gaskútanna hafnaði á bíl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin önnur brot fundust af gaskútunum tveimur sem sprungu á þaki nýbyggingar í Eskiási í Garðabæ í gær, að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Svo virðist sem kútarnir hafi rofnað og skotist langar vegalengdir, en annar þeirra hafnaði á bíl og olli töluverðum skemmdum.

Eldur kviknaði á fimmta tímanum í gær í þaki byggingarinnar en slökkvistarfi lauk klukkan 19. Vel gekk að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert