Gaskútarnir sem sprungu á þaki nýbyggingar við Eskiás í Garðabæ fyrir viku síðan voru þrír talsins.
Einn var 50 kílóa þungur en hinir tveir 35 kílóa, að sögn Helga Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Áður kom fram að tveir gaskútar hefðu sprungið á þakinu.
Glóð kviknaði í tjörupappa og stóðu kútarnir við brettið með pappanum. Óverulegar skemmdir urðu, enda var steypt plata undir, segir Helgi, sem hefur ekki upplýsingar um hve þungur gaskúturinn var sem lenti á bíl nálægt húsinu. Hann segir tryggingarnar hafa bílamálið á sinni könnu.
Glóð kviknaði í tjörupappa og stóðu kútarnir við bretti með pappanum. Óverulegar skemmdir urðu, enda var steypt plata undir, segir Helgi, sem hefur ekki upplýsingar um hve þungur gaskúturinn var sem lenti á bíl nálægt húsinu.
Lögreglan á eftir að ræða við undirverktaka í tengslum við óhappið en málið telst engu að síður upplýst.
Sinubruninn í síðustu viku í nágrenni Straumsvíkur telst einnig upplýstur, að sögn Helga. Lögreglan hefur ekki tekið skýrslu af neinum vegna málsins en það stendur til.
Eldur kviknaði í fjárhúsi og hlöðu, auk þess sem bíll skemmdist. Um tryggingamál er þar að ræða, segir Helgi og nefnir að bíllinn hafi verið númerslaus.