Átta slökkviliðsmenn fóru austur

Á myndinni er stór hluti hópsins á höfninni á Seyðisfirði …
Á myndinni er stór hluti hópsins á höfninni á Seyðisfirði að bíða eftir varðskipinu Þór sem flutti slökkviliðsmennina í Neskaupstað. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Átta slökkviliðsmenn í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú staddir á Austurlandi til að aðstoða heimamenn. 

Í Facebook-færslu slökkviliðsins segir að mennirnir hafi farið ásamt hópi annarra viðbragðsaðila með flugi austur. 

Varðskipið Þór flutti viðbragðsaðilana síðan í Neskaupstað frá Seyðisfirði og batt landfestar laust fyrir miðnætti. 

mbl.is