Norðfjarðargöng opin

Lögregla tilkynnir ökumönnum fyrr í dag að ekki væri hægt …
Lögregla tilkynnir ökumönnum fyrr í dag að ekki væri hægt að fara um Fagradal vegna nýfallins snjóflóðs. Nú er búið að opna veginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að opna fyrir umferð um Norðfjarðargöng. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát en þrengingar eru á veginum, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Göngin liggja á milli Norðfjarðar (Neskaupstaðar) og Eskifjarðar.

Flóð féll yfir veginn við göngin í gær Norðfjarðarmegin. Hafa þau verið lokuð síðan í gær vegna snjóflóðahættu.

Fyrr í dag var vegurinn um Fagradal opnaður.

mbl.is