Rýmingu aflétt að hluta til

Sumum íbúum var í dag hleypt inn í hús til …
Sumum íbúum var í dag hleypt inn í hús til þess að ná í eigur í fylgd björgunarveitarmanna. Ljósmynd/Landsbjörg

Rýmingaráætlunum hefur verið aflétt að hluta í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Þó er bent á að slæm spá sé á svæðinu og að rýma geti þurft svæðin á ný. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum en tekin var afstaða til aðstæðna á Austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu í samráði við Veðurstofu Íslands. 

Rýmingu verður nú aflétt á eftirfarandi stöðum. 

Á Seyðisfirði er rýmingu aflétt á:

  • Gilsbakka 1
  • Hamrabakka 8 til 12.

Í Neskaupstað er rýmingu aflétt fyrir hús við:

  • Urðarteig 2, 4, 6, 8, 10, 12, 12a, 14, 16, 18, 20, 22, 26, 28 og 37a
  • Hlíðargötu 12, 14, 16, 16a, 18, 22, 24, 26, 28, 32 og 34
  • Blómsturvelli 1a, 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 21, 25, 27, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47 og 49
  • Víðimýri 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 12.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert