Starfsfólk á annan sólarhring í vinnunni

Björgunarsveit og lögregla ráða ráðum sínum í kjölfar snjóflóðsins.
Björgunarsveit og lögregla ráða ráðum sínum í kjölfar snjóflóðsins. Eggert Jóhannesson

Sökum umfangsmikilla vegalokana hefur starfsfólk álvers Alcoa á Reyðarfirði sumt ekki komist til síns heima frá því í gær. Á það þó ekki við um forstjórann Einar Þorsteinsson, sem er fastur á Egilsstöðum og kemst ekki í vinnu. Hann var líkt og aðrir fastur við lokunina frá Egilsstöðum inn Fagradal sem er leiðin til Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Neskaupsstaðar þegar mbl.is bar að garði.   

Rétt í þann mund sem útlit var fyrir að einhverjum bílum yrði hleypt í gegn féll nýtt snjóflóð í Fagradal og því alls óljóst hvenær hægt verður  að hleypa fólki til síns heima sem vinnur í álverinu en býr t.a.m. á Egilsstöðum.  

Lögregla tilkynnti ökumönnum að ekki væri hægt að fara um …
Lögregla tilkynnti ökumönnum að ekki væri hægt að fara um Fagradal vegna nýfallins snjóflóðs. Eggert Jóhannesson

Megi ekki ögra örygginu 

„Það er minnsta málið að það sé lokað á forstjóra. Hann gerir ekki neitt. Það er hins vegar verra að við erum komin í þröng með að flytja fólk. Þannig að við erum að þreyta það fólk sem er í vinnu nú þegar,“ segir Einar.

Segir hann að fólk hafi verið á annan sólarhring á vinnustaðnum. Fólk er að taka aukavaktir og standa sig stórkostlega. En við megum ekki ögra örygginu og starfsfólkinu um of um leið og það er ekki hægt að stoppa. Nú er bara að krossa fingur um að vegir fari að opnast,“ segir Einar. 

Einar Þorsteinsson forstjóri Fjarðaáls
Einar Þorsteinsson forstjóri Fjarðaáls Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert