Unnið að mokstri fyrir austan

Hálka eða snjóþekja er á þeim leiðum sem fært er …
Hálka eða snjóþekja er á þeim leiðum sem fært er en eitthvað er um þæfingsfærð. Ljósmynd/Aðsend

Unnið er að mokstri milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar en mikill snjór er þar. 

Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar koma um hádegi.

Hálka eða snjóþekja er á þeim leiðum sem fært er en eitthvað er um þæfingsfærð. 

Fjarðarheiði er opin en Fagridalur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Þá eru Norðfjarðargöng lokuð. Nýjar upplýsingar um klukkan 10. 

mbl.is