Reisir stórhýsi á Krókhálsinum

Svona á byggingin að líta út, séð frá Krókhálsi. Á …
Svona á byggingin að líta út, séð frá Krókhálsi. Á annarri og þriðju hæð verður hægt að hafa verslanir og skrifstofurými. Teikningar/K.J. hönnun

Fasteignafélagið Eignabyggð hyggst reisa um 5.000 fermetra atvinnuhúsnæði á Krókhálsi 7a í Reykjavík. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í desember og að húsið verði fullbúið fyrir árslok 2025. Byggingin verður við hlið bílasöluplansins á Krókhálsi 7.

Brynjólfur Smári Þorkelsson, annar eigenda Eignabyggðar, segir áætlað að framkvæmdin kosti á þriðja milljarð króna. Eignabyggð sérhæfir sig í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis en félagið er í eigu Brynjólfs Smára og Hannesar Þórs Baldurssonar.

Vegna landhalla skapast tækifæri til að hafa aukna lofthæð á …
Vegna landhalla skapast tækifæri til að hafa aukna lofthæð á jarðhæð hússins. Byggingin verður við hlið bílasöluplansins á Krókhálsi 7 en það svæði fékk nafnið K7. Teikningar/K.J. hönnun

Brynjólfur Smári segir félagið opið fyrir því að selja eða leigja húsið á Krókhálsi 7a. Viðræður hafi staðið yfir við fulltrúa nokkurra fyrirtækja en reynslan sé sú að alvara færist í viðræður þegar framkvæmdir séu langt komnar.

Spurður hvernig þetta verkefni kom til segir Brynjólfur Smári að Reykjavíkurborg hafi verið með lóðina í sölu frá árinu 2007.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert