„Ekki kæmi á óvart ef eitthvað færi af stað þarna“

Horft yfir yfir fjallið Þorbjörn og Grindavík.
Horft yfir yfir fjallið Þorbjörn og Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, ítrekar í samtali við mbl.is að hafið sé eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

Þetta gerir Þorvaldur þegar borin er undir hann sú skjálftahrina sem reið yfir undan Reykjanestá fyrr í vikunni, sama morgun og Katla tók að láta á sér kræla af enn meiri krafti.

„Og þetta er bara held ég eitthvað sem við verðum að búa við núna næstu áratugina og árhundruðin,“ segir Þorvaldur, en áður var rætt við hann um Kötlu.

Hluti undirbúningsferlis

„Það er sama í gangi þarna, þar hafa verið skjálftar á fjögurra til fimm kílómetra dýpi, neðarlega í stökku skorpunni, og það er þá alveg hugsanlegt að einhver kvika sé að safnast fyrir þarna á mörkum stökku og seigu skorpunnar,“ útskýrir Þorvaldur.

„Þetta er bara hluti undirbúningsferlis fyrir eldgos og ekki kæmi á óvart ef eitthvað færi af stað þarna,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert