Héraðssaksóknari hefur mánuð til að ákveða sig

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtöku í vopnalagahluta hryðjuverkamálsins svokallaða, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, hefur verið frestað um rúman mánuð.

Spurður út í ástæðuna fyrir því segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, að ekki sé búið að taka ákvörðun um að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkalið málsins, auk þess sem verjendur sakborninganna tveggja séu ekki tilbúnir með greinargerðir sínar.

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur mannanna.
Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur mannanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokafrestur í júní 

Embætti héraðssaksóknara hefur þrjá mánuði til að gefa út nýja ákæru og rennur lokafresturinn út við fyrirtökuna, sem miðað er við að fari fram 12. júní.

Við þingfestingu málsins í mars síðastliðnum upplýsti héraðssaksóknari að enn væri óvíst hvort gefin yrði út ný ákæra undir hryðjuverkalið málsins. Átti það að koma í ljós í dag.

Málinu hefur tví­veg­is verið vísað frá í héraðsdómi og Lands­rétti vegna óskýr­leika ákæru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert