Engir innviðir á slysstað við Arnarstapa

Smábátahöfnin við Arnarstapa.
Smábátahöfnin við Arnarstapa.

Engir innviðir eru þar sem maður­ um sjötugt féll fram af björg­um við Arn­arstapa á fimmtudaginn. 

Maðurinn lést í slysinu sem átti sér stað í vík á bak við smá­báta­höfn­ina á Arn­arstapa á Snæfellsnesi.

„Þetta er fallegur útsýnisstaður yfir höfnina og klettana í kring en ekkert skilgreindur útsýnisstaður og það er enginn stígur sem liggur þangað. Þarna eru engir innviðir eða neitt svoleiðis,“ segir Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðar sem er með umsjón með ströndinni við Arnarstapa. 

„Það getur orðið sleipt í bleytu. Þetta er ekki skilgreint sem hættusvæði þar sem það er ekki hrunhætta eða svoleiðis og bakkarnir alveg öruggir þannig,“ segir Hákon.

Úttekt eftir helgi

Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum rannsóknar lögreglu um tildrög slyssins áður en ákveðið verði hvort þörf sé á framkvæmdum á svæðinu.

„Strax eftir helgi verður farið í úttekt á svæðinu og skoðað hvort að það sé eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir slys,“ segir Hákon.

 „Ef það eru greinilegar aðstæður þar sem eru miklar líkur á slysum, þá grípum við inn í og lokum svæðum eða bætum aðstæðurnar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert