Maðurinn sem lést var rútubílstjóri

Arnarstapi.
Arnarstapi.

Maðurinn sem féll fram af björgum við Arnarstapa á fimmtudaginn og lést var íslenskur rútubílstjóri.

Hann hafði verið þar á ferðalagi með hóp erlendra ferðamanna.

Að sögn Jóns Ólasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, stendur rannsókn yfir á tildrögum slyssins. Mjög blautt var á slysstaðnum og svo virðist sem manninum hafi skrikað fótur.

Engin vitni 

Rætt var við erlendu ferðamennina eftir slysið, en lögreglan hefur ekki fundið nein vitni að því sem gerðist.

„Þetta er fal­leg­ur út­sýn­is­staður yfir höfn­ina og klett­ana í kring en ekk­ert skil­greind­ur út­sýn­is­staður og það er eng­inn stíg­ur sem ligg­ur þangað. Þarna eru eng­ir innviðir eða neitt svo­leiðis,“ sagði Há­kon Ásgeirs­son, þjóðgarðsvörður Snæ­fells­jök­ulsþjóðgarðar, í samtali við mbl.is á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert