Setja upp færanlega herstjórnarmiðstöð í Keflavík

Þetta er í fyrsta skipti sem viðbragðssveitin heldur æfingu á …
Þetta er í fyrsta skipti sem viðbragðssveitin heldur æfingu á Íslandi, en Ísland hóf þátttöku í samstarfinu í apríl 2021. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sameiginlega viðbragðssveitin (Joint Expeditionary Force, JEF) sem Bretar leiða ásamt Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og Hollandi setur í æfingaskyni upp færanlega herstjórnarmiðstöð á öryggissvæðinu í Keflavík í júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Þetta er í fyrsta skipti sem viðbragðssveitin heldur æfingu á Íslandi, en Ísland hóf þátttöku í samstarfinu í apríl 2021. 

Markmiðið með æfingunni er að gefa þátttökuríkjum tækifæri til að kynnast aðstæðum á Íslandi, setja upp færanlega herstjórnarmiðstöð, þróa viðbragðsáætlanir og æfa sviðsmyndir sem tengjast öryggisáskorunum á sviði fjölþáttaógna,“ segir í tilkynningunni. 

Um 250 manns frá stjórnstöð JEF, þátttökuríkjum og öðrum vinaþjóðum taka þátt í æfingunni. 

Utanríkisráðuneytið og varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar halda utan um skipulag verkefnisins af hálfu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert