Gunnar Helgason og Sigrún Eldjárn hljóta styrk

Miðstöð íslenskra bókmennta.
Miðstöð íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað um 30 milljónum króna til styrktar 64 verkum. Tæpum 22 milljón er úthlutað úr útgáfustyrkjasjóði miðstöðvarinnar og átta milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Styrkur úr útgáfustyrkjasjóði veittist 40 verkum en alls bárust 74 umsóknir. Kennir ýmissa grasa í viðfangsefnum þeirra verka sem hljóta styrki í ár sem fjalla um sundlaugamenningu landans, sjálfbæra ræktun, brúðugerð, myndlist, sauðfjárbúskap í Reykjavík, brjóstmyndir, hinseginleika og svo mætti lengi telja.

Meðal þeirra höfunda sem hljóta útgáfustyrki eru Þórður Helgason fyrir verkið Alþýðuskáldin á Íslandi, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir fyrir Andlit til sýnis og Katrín Snorradóttir og Valdimar Tr. Hafstein fyrir verkið Sund.

24 fá styrk úr Auði

Einnig úthlutaði miðstöðin nýlega átta milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði. Þaðan hlutu 24 verk styrk.

Viðfangsefnin eru margvísleg í ár: nútíma ævintýri og þjóðsögur, skrímsli og skuggalegar verur, ungmenni að takast á við daginn í dag, listasöfn sem kunna ekki að meta börn svo fátt sé nefnt.

Margrét Tryggvadóttir fær styrk fyrir Safnið sem var bannað börnum, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir fær styrk fyrir Mömmu sandköku og Tómas Zoëga fær einnig styrk fyrir bókina Skrímslavinafélagið. Auk þess fær Sigrún Eldjárn styrk fyrir Fjaðrafok í mýrinni og Gunnar Helgason styrk fyrir bókina Bannað að drepa.

Úthlutanir úr útgáfustyrkjasjóði.

Úthlutanir úr Auði.

mbl.is