1,5 kílómetrar niður á topp kvikugangsins

Bene­dikt Hall­dórs­son frá Veður­stof­unni á upplýsingafundinum í dag.
Bene­dikt Hall­dórs­son frá Veður­stof­unni á upplýsingafundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar,“ segir Bene­dikt Hall­dórs­son, fagstjóri jarðskjálftavár á Veðurstofu Íslands og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands. Gögn benda til þess að stærð kvikugangs og kvikuflæði sé margalt stærra en áður hefur mælst.

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi Al­manna­varna, sem hófst klukk­an 12:03.

Ný gögn sem unnið sé úr og verði birt eftir hádegi muni gefa skýrari mynd af stöðunni. Um 800 jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í Grindavík, en jarðskjálftavirknin breiddi úr sér í átt að og undir bæinn í gærkvöldi. 

„Gögnin sem við erum með núna benda til þess að kvikugangurinn nái frá stóra Skógsfelli í norðri og suður fyrir Grindavíkurbæ út í sjó.“

Stærð kvikugangs og kvikuflæði margfalt stærra

Hraði aflögunarinnar sem mældist er margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga á síðustu árum og virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið í honum margfalt á við það sem áður hefur mælst út frá gervihnattamyndum.  

Hann segir að samkvæmt fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglagögnum frá því í gærkvöldi, er dýpið niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlað um 1,5 kílómeter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert