Búið að handtaka Eddu

Edda Björk Arnarsdóttir hefur verið handtekin.
Edda Björk Arnarsdóttir hefur verið handtekin. Ljósmynd/Aðsend

Edda Björk Arnarsdóttir, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær vegna norrænnar handtökuskipunar, hefur verið handtekin.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni í kvöld þar sem hún þakkar fyrir veitta aðstoð.

Edda Björk sagði í yfirlýsingu á Facebook-síðu í kjölfar þess að lögreglan á Íslandi lýsti eftir henni að ætlun hennar hafi aldrei verið að komast undan réttvísinni og að hún hafi alltaf ætlað sér að mæta fyrir rétt í Noregi.

Í sumar bárust af því fréttir að norsk yfirvöld hafi farið fram á handtökuskipan og að hún yrði framseld til Noregs vegna forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sem er íslenskur en er búsettur í Noregi. Saman eiga þau fimm börn en dómstólar höfðu komist að þeirri niðurstöðu að þrjá yngstu drengina, 12 ára tvíbura og 10 ára, ætti að færa í forsjá föður þeirra í Noregi.

l

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert