Myndir: Nýjar sprungur í Grindavík og eldri sprungur víkkað

Við athugun á sprungum við Grindavík í dag.
Við athugun á sprungum við Grindavík í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Ljóst er að fjöldi sprungna hefur myndast í jarðhræringum síðustu sólarhringa við Grindavík.

Eldri sprungur, sem gert hafði verið við, hafa opnast og víkkað. Þá hafa nýjar myndast.

Vegagerðin greinir frá þessu í tilkynningu að lokinni vettvangsskoðun.

„Eftir skoðun á Suðurstrandarvegi og leiðinni inn í Grindavík að austanverðu er ljóst að margar sprungur hafa myndast í átökum síðustu sólarhringa,“ segir í tilkynningunni.

Við athugun á sprungum við Grindavík í dag.
Við athugun á sprungum við Grindavík í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Fyllsta öryggis gætt

„Ljóst er að þungaflutningar fara ekki þá leið en mestu skemmdirnar í þessari lotu hafa orðið í austanverðum bænum.“

Tekið er fram að Vegagerðin hafi í dag kannað ástand vega sem liggja að Grindavík og leiðar niður á höfnina í bænum, í samráði við almannavarnir.

„Byrjað var á því að kanna ástand veganna með dróna. Starfsmenn Vegagerðarinnar könnuðu að því loknu skemmdir og sprungur og lögðu mat á vegakerfið. Þetta fór fram í fylgd með björgunarsveitarmönnum. Fyllsta öryggis hefur verið gætt í hvívetna,“ segir í tilkynningu.

Þetta hafi verið gert í því skyni að velja bestu leið fyrir flutning á varaaflsstöð Landsnets niður að höfninni.

Við athugun á sprungum við Grindavík í dag.
Við athugun á sprungum við Grindavík í dag. Ljósmynd/Vegagerðin
Við athugun á sprungum við Grindavík í dag.
Við athugun á sprungum við Grindavík í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Fært fyrir þungaflutninga um aðrar leiðir

„Vegagerðarmenn skoðuðu einnig Grindavíkurveg, Norðurljósaveg og Nesveg og ljóst eftir þá skoðun að minni breytingar hafa orðið þar og því fært fyrir þungaflutninga þá leið. Strax var farið af stað með að flytja varaaflsstöðina þá leið til að koma rafmagni á Grindavík,“ segir í tilkynningu.

„Vegagerðarstarfsmenn hafa tekið þátt í viðbrögðum og starfsemi viðbragðsaðila í tengslum við jarðhræringarnar undanfarið og fylgdust grannt með framgangi gossins í nótt. Vegagerðin er þátttakandi í gerð varnargarðanna og þróun þeirra m.a. í tengslum vegtengingar til of frá Grindavík en vinna við gerð þeirra stóð í alla nótt. Nú gefst tækifæri til að meta stöðu þeirra og huga að legu nýrra varnargarða og bætingu á þeim sem hafa reistir auk nýtingu vegakerfisins almennt næstu daga og vikur.“

Við athugun á sprungum við Grindavík í dag.
Við athugun á sprungum við Grindavík í dag. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert