Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald í mansalsmáli

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Jón Pétur

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir sakborningum sem handteknir voru í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á þriðudag var staðfestur í Landsrétti í dag.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu.  

Fimm af þeim sex sem sæta gæsluvarðhaldi kærðu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald til Landsréttar.  

Málið varðar grun um mansal, peningaþvætti, brot at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og skipu­lagða brot­a­starf­semi. Meintir þolendur mansalsins telja tugi einstaklinga.

Tengjast fjölskylduböndum

Sex einstaklingar, þrír karlar og þrjár konur, voru í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald, þar á meðal viðskiptamaðurinn Davíð Viðarsson, áður Quang Lé, sem er m.a. eigandi Wok On-veitingakeðjunnar, Pho Vietnam veitingastaðanna og Vy-þrifa. 

Í samtali við mbl.is sagði Grímur Grímsson að sexmenningarnir tengdust fjölskylduböndum og í gegnum atvinnurekstur.

Sexmenninginarnir eru allir íslenskir ríkisborgara sem eiga ættir að rekja til Víetnam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert