Gýs á þremur stöðum

Gossprungan er um 3 kílómetra löng.
Gossprungan er um 3 kílómetra löng. mbl.is/Árni Sæberg

„Eldgosið sem hófst kl. 20:23 í gærkvöldi heldur áfram en eftir því sem leið á nóttina dró úr virkninni á gossprungunni og nú gýs á þremur stöðum,“ segir í nýrri tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Einnig dró verulega úr skjálftavirkninni í nótt og nánast engin skjálftavirkni mældist eftir kl. 3 til morguns, en þá dró einnig úr gosóróa.

Segir að þessari þróun svipi mjög til fyrri gosa á Sundhnúkagígaröðinni.

200 metra frá lögninni

Skömmu eftir miðnætti fór hraun yfir Grindavíkurveg og stefndi í átt að heitavatnslögninni frá Svartsengi. Lítil hreyfing hefur verið á þeirri hrauntungu síðan í nótt og er hraun nú um 200 metra frá lögninni.

Önnur hrauntunga rennur meðfram varnargörðum austan við Grindavík og í átt að Suðurstrandarvegi.

„Viðbragðsaðilar á svæðinu fylgjast með framrásarhraða hraunsins þar en það hefur færst hægt og rólega áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert