Bjarni sigraði í Suðvesturkjördæmi - Rósa náði 6. sæti

Rósa Guðbjartsdóttir hafnaði í sjötta sæti.
Rósa Guðbjartsdóttir hafnaði í sjötta sæti.

Lokatölur liggja fyrir í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Ekki urðu breytingar á röðun efstu manna á listann en Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skaust á endasprettinum upp í 6. sæti listans og Ármann Kr. Ólafsson hafnaði í því sjöunda. Aðeins munaði fimm atkvæðum á þeim Ármanni og Rósu undir það síðasta.

Bjarni Benediktsson fékk 3364 atkvæði í fyrsta sæti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk 3691 atkvæði í 1.-2. sæti.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir varð þriðja, Jón Gunnarsson fjórði, Óli Björn Kárason fimmti, Rósa Guðbjartsdóttir sjötta og Ármann Kr. Ólafsson endaði í sjöunda sæti.

Nánari upplýsingar um listann hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina