Tími prófkjara gæti verið liðinn

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar í kvöld.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar í kvöld. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Sjónvarpinu í kvöld að fréttir af mikilli aukningu útstrikana séu merkilegar í ljósi þeirrar umræðu um persónukjör sem farið hafi fram að undanförnu. Sagði hann nýlegar breytingar á lögum, sem auki áhrif útstrikana, greinilega vera að skila sér.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinar, sagðist telja fjölgun útstrikana merki um óánægju og reiði fólks og tortyggni í garð stjórnmálamanna.  Hún sagði liggja fyrir að endurskoða þurfi hluta hinna nýju laga og vonast til að hægt verði að ná um það samkomulagi á milli flokkanna. Þá sagði hún, að tími prófkjara gæti verið liðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina