8% skilja Þóru og Ólaf Ragnar að

Bessastaðir og
Bessastaðir og mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings meðal kjósenda ef marka má nýja skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar vegna komandi forsetakosninga.

Þóra er með 46,2% atkvæða, Ólafur Ragnar Grímsson er með 37,8%, Ari Trausti Guðmundsson er með 8,9%, Andrea J. Ólafsdóttir nýtur stuðnings 3,8% kjósenda, Herdís Þorgeirsdóttir er með 2,6%, Ástþór Magnússon er með 0,4% og Hannes Bjarnason er með 0,2%. Jón Lárusson naut stuðnings 0,1% aðspurðra en hann hefur hætt við forsetaframboð. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Alls tóku 1.075 þátt í skoðanakönnuninni en svarhlutfallið var 57%. 8,5% aðspurðra tóku ekki afstöðu.

mbl.is