„Tómur fíflagangur hér á Alþingi“

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingfrestunartillögu og segir að ekki sé hægt að bjóða upp á að enn sé verið að ræða stjórnarskrána löngu eftir áætluð þinglok auk þess sem komin sé inn heil stjórnarskrá í breytingartillögu. Málin hafi þróast upp í „tóman fíflagang“.

Vanalega er það forsætisráðherra sem leggur fram þingfrestunartillögu en þar sem ekkert bólaði á henni tók Ólöf málin í sínar hendur og lagði fram sína eigin tillögu en hún er eini flutningsmaður hennar. En Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er nú búin að leggja fram tillögu um að fresta þinginu á morgun, 22. mars. Því lítur ekki út fyrir að tillaga Ólafar verði tekin til umræðu.

mbl.is