Fjarðalistinn er orðinn stærstur

Meirihlutinn í bæjarstjórn Fjarðabyggðar heldur velli.
Meirihlutinn í bæjarstjórn Fjarðabyggðar heldur velli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjarðalistinn nýtur stuðnings nær 40% kjósenda í Fjarðabyggð og fær fjóra bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum í vor samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í sveitarfélaginu. Í kosningunum 2010 fékk Fjarðalistinn 31,1% atkvæða.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn heldur velli, en Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi og missir einn bæjarfulltrúa. Fylgi flokksins mælist 30,7% en var 40,5% í kosningunum fyrir fjórum árum. Hann fær þrjá fulltrúa í bæjarstjórn en hefur fjóra.

Fylgi Framsóknarflokksins er nær óbreytt frá kosningunum árið 2010. Það er 28% en var 28,4% árið 2010. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa sem fyrr, að því er fram kemur í fréttaskýringu um skoðanakönnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »