Ragnheiður Elín kveður stjórnmálin

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Golli

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að kveðja stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.

Hún segist ekki hafa náð því markmiði sem hún stefndi að í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún skipaði fyrsta sæti framboðslista flokksins fyrir síðustu þingkosningar en lenti í fjórða sæti í prófkjörinu.

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, varð í fyrsta sæti, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason hlutu annað og þriðja sætið og Unnur Brá Konráðsdóttir lenti í fimmta sætinu.

„Með sama hætti og ég hef fagnað þeim skilaboðum sem í sigrunum hafa falist meðtek ég skilaboðin sem niðurstaða gærdagsins gefur til kynna.

Nýjum oddvita óska ég til hamingju með sigurinn. Hans bíður það verkefni að leiða þetta stórbrotna kjördæmi sem er uppfullt af tækifærum og einstaklega góðu fólki sem hefur verið frábært að vinna með.“

mbl.is

Bloggað um fréttina