Áhugi á að starfa með Félagi eldri borgara

Fjórtán forsvarsmenn framboða í Reykjavík kynntu stefnumál sín og sátu …
Fjórtán forsvarsmenn framboða í Reykjavík kynntu stefnumál sín og sátu fyrir svörum. mbl.is/Hari

„Þetta var upplýsandi fundur og tilgangur hans var að fá frambjóðendur til að kynna mál og málefni fyrir eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, en félagið stóð í morgun fyrir fundi með forystumönnum framboðanna í Reykjavík ásamt Gráa hernum og Samtökum aldraðra .

Eins og sjá má á myndunum sem ljósmyndari mbl.is sóttu fjölmargir fundinn þar sem fjallað var um stöðu, þjónustu og kjör eldri borgara og lífeyrisþega í Reykjavík og sýn hvers flokks á þessi mál.

Aðspurður segir Gísli það mismunandi eftir flokkum hvort næg áhersla sé lögð á málefni eldri borgara fyrir kosningarnar. „Þessi klassískari framboð eru allsstaðar með mál og málefni eldri borgara í sínum stefnuskrám og kosningagögnum.“

„Ein sjö framboð lýstu yfir miklum áhuga á því að starfa með Félagi eldri borgara í Reykjavík að uppbyggingu gagnvart eldri borgurum,“ sagði Gísli, og að framboðin sjö hefðu verið Samfylkingin og Vinstri græn, Miðflokkurinn, Þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin , Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn.

„Við erum ánægð með fundinn og góða mætingu og nú er bara hægt að skila árangri.“

Meðlimir Gráa hersins sóttu fundinn vel.
Meðlimir Gráa hersins sóttu fundinn vel. mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert